Pókerkvöld Viðskiptatengsla
Föstudaginn 3. Mars ætlum við að bjóða í Póker í höfuðstöðum Viðskiptatengsla á Stórhöfða 17.
Mæting er eftir vinnu klukkan fjögur.
Spilað verður NL Texas Hold'em eftir 'Cash Game' reglum. Við gerum ráð fyrir að blindarnir standi í 25kr/50kr svo mælt er með að spilarar kaupi sig inn fyrir 2500kr. Þó er ekkert sérstakt 'buy in'.
Kosturinn við þetta fyrirkomulag er að fólk er frjálst að gera upp og fara hvenær sem það vill og því vonum við að sem flestir sjái sér fært um að mæta.
Boðið verður upp á drykki og snakk í boði starfsmannafélagsins á meðan byrgðir endast.
Endilega látið vita af mætingu hér fyrir neðan svo við getum keypt inn í samræmi við fjölda.